Lögbrot ykkar réttlætir ekki annað lögbrot

Ég hefði hringt í lögreglunna og kært ykkur fyrir lögbrot en bannað er að halda til rjúpna á fjórhjólum. Jafnvel þó þau séu ekki notuð allan tímann. Það réttlætir hinsvegar ekki eignaspjöll og þjófnað. Hvorugt er stórmannlegt.
mbl.is „Stórmenni að ná sér í jólamatinn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Einmitt, hafi þeir sem skáru þarna göt á dekk kerrunnar verið að mótmæla notkun fjórhjóla, áttu þeir auðvitað að kalla til lögreglu.

Það er hins vegar ekki rétt að bannað sé að halda til rjúpna á fjórhjólum. Ef hjólið er notað til að komast að veiðislóð og farið eftir slóðum og síðan skilið eftir og veiðarnar sjálfar stundaðar fótgangandi, eru engin lög brotin. Þannig var það í þessu tilfelli. Þeir sem þekkja til staðhátta átta sig auðveldlega á þessu, þó erfiðlega getur verið fyrir ókunnuga að skilja það. Ef hringt hefði verið í lögreglu vegna þessa máls, í stað þess að skera hjólbarðana, hefði hún getað útskýrt þetta fyrir viðkomandi. Það er hins vegar bannað að elta uppi veiðibráð á vélknúnum farartækjum, sama hverju nafni þær nefnast, en að fara á veiðislóð á vélknúnum farartækjum er ekki bannað.

En það er fleira í þessu máli og nánast einséð að ekki var um nein mótmæli gegn notkun fjórhjóls að ræða, heldur helber skemdaverkaskapur einhverra aumingja. Fyrir það fyrsta var um að ræða tóma kerru sem stóð á planinu í Fornahvammi. Sá sem þar kom að gat ekki með nokkru móti vitað til hvers sú kerra var notuð og jafnvel þó hann ályktaði að um flutninga á fjórhjólum væri að ræða, gat viðkomandi ekki vitað til hvaða nota það væri. Verið gat að þarna væru bændur í leit af eftirlegukindum að ræða, eða að skoða girðingar.

Frá Fornahvammi liggur girðingaslóði allt norður á Laxárdalsheiði. Í þessu tilfelli notaði veiðimaðurinn þann slóða til að stytta sína göngu á fjöllin þar fyrir ofan.

Það er ekki hægt að hafa nema eitt orð yfir fólk sem hagar sér með þessum hætti sem þessir skemmdarverkamenn gerðu, þeir eru dusilmenni! Það er vonandi að lögreglan nái þessum aumingjum og þeir hljóti makleg málagjöld.

Gunnar Heiðarsson, 30.10.2012 kl. 22:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

GGBREKKU

Höfundur

GGBREKKU
GGBREKKU
Áhugamaður um samfélagsmál
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (6.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband